Sveitarfélagið Ölfus hefur nú til skoðunar fasteignaþróun við sunnanverða Óseyrarbraut í Þorlákshöfn. Á umræddum skipulagsreitum gætu rúmast 90 til 120 íbúðir í sérbýli og fjölbýli. Samhliða eru til skoðunar forsendur byggingar á hjúkrunarheimili við Egilsbraut og fjölgun sérhæfðs leiguhúsnæðis fyrir aldraða.
Við hönnun svæðisins er lögð áhersla á lágreista byggð sem fellur vel að eldri mannvirkjum á aðliggjandi svæði. Ráðandi hlutfall íbúða skal vera hugsað fyrir fjölskyldufólk og umhverfið m.a. hannað út frá þörfum barna. Byggingar skulu vera fjölbreyttar og til þess fallnar að skapa svæðinu hlýlegt og manneskjulegt yfirbragð sem tengir saman hafnarsvæðið og nýjan miðbæ sem unnið verður að samhliða.
Þeir sem hafa áhuga á samstarfi er bent á að hafa samband við Sigmar B. Árnason, sviðsstjóra með tölvupósti á sigmar@olfus.is fyrir 18. mars nk.