Félagsmiðstöðvadagurinn 6. nóvember

Svitan
Svitan
Miðvikudagurinn 6. nóvember

Miðvikudagurinn 6. nóvember er sérstakur dagur en þá standa Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, SAMFÉS, fyrir félagsmiðstöðvadeginum.

 

Miðvikudagurinn 6. nóvember er sérstakur dagur en þá standa Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, SAMFÉS, fyrir félagsmiðstöðvadeginum.

 

Félagsmiðstöðvar víða um land verða opnar fyrir gesti og gangandi og að sjálfsögðu er Félagsmiðstöðin Svítan engin undantekning. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu nágrenni, kynnast því sem þar fer fram, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks félagsmiðstöðvanna.

 

Allir eru velkomnir, sérstaklega foreldrar og „gamlir“ unglingar sem vilja rifja upp kynnin við gömlu félagsmiðstöðina. Unglingarnir bera hitann og þungann af undirbúningi dagsins og reynt er að sýna þverskurð af því gróskumikla og fjölbreytta starfi sem fer fram á hverjum stað.

Vilja ungmenni í félagsmiðstöðinni Svítunni því bjóða öllum bæjarbúum að mæta í félagsmiðstöðina miðvikudaginn 6. nóvember. Þar býðst fólki tækifæri á að skoða félagsmiðstöðina og taka þátt í borðtennis og fuzzballmóti sem unglingaráð Svítunnar mun standa fyrir.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?