Svítan með galopnar hurðar
Þann 2.nóvember verður fyrsti félagsmiðstöðvardagur Íslands haldinn en fyrirmyndin er sótt til Reykjavíkurborgar. SAMFÉS sem er Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi hefur skorað á allar félagsmiðstöðvar að halda þennan dag hátíðlegan og við í Ölfusi skorumst að sjálfsögðu ekki undan og sláum upp heljarinnar dagskrá.
Félagsmiðstöðvardagur Íslands
Svítan með galopnar hurðar
Þann 2.nóvember verður fyrsti félagsmiðstöðvardagur Íslands haldinn en fyrirmyndin er sótt til Reykjavíkurborgar. SAMFÉS sem er Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi hefur skorað á allar félagsmiðstöðvar að halda þennan dag hátíðlegan og við í Ölfusi skorumst að sjálfsögðu ekki undan og sláum upp heljarinnar dagskrá.
Tilgangurinn með þessum degi er gefa foreldrum, forráðamönnum, gestum og gangandi tækifæri til að kíkja inn í félagsmiðstöðina og sjá hvað fer þar fram, hitta starfsfólk og unglingana. Teljum við þetta vera frábær leið til að vekja athygli á því góða starfi sem fer fram inni í Svítunni.
Hvetjum við alla íbúa sveitarfélagsins til þess að heimsækja okkur þann 2.nóvember.
Dagskrá:
17:00-19:00 FIFA 2012 í PS3
17:30 Fussballmót (2 í liði)
18:00 Borðtennismót
19:30-22:00 Spilakvöld Á staðnum verða ýmis spil eins og Alias, Pictionary, Trivial Puruit, Hættuspilið og fleira.
19:30-22:00 FIFA 2012 í PS3
20:00-21:00 Myndakvöld frá viðburðum seinasta árs og byrjun þessa árs
20:00 Fussballmót (2 í liði)
21:00 Borðtennismót
Fyrir hönd starfsmanna Svítunnar
Valur Rafn Halldórsson