Ferð Skólalúðrasveitarinnar til Gautaborgar júní 2011

Skólalúðrasveitin á ferðalagi í Gautaborg
Skólalúðrasveitin á ferðalagi í Gautaborg

Skólalúðrasveitin hélt fyrir stuttu til Gautaborgar, þar sem börnin tóku þátt í tónlistarhátíð auk þess að njóta ferðarinnar.

Aðfararnótt sunnudagsins 26. júní var lagt af stað í langþráð ferðalag til Svíþjóðar. Í för voru 46 ungmenni og fararstjórar frá Þorlákshöfn og Selfossi.  Ferðinni var heitið á Musikfestival í Gautaborg.  Þegar til Gautaborgar var komið tóku krakkarnir þátt í æfingabúðum ásamt 250 ungmennum frá Noregi. Dagarnir voru byggðir þannig upp að fyrir hádegi voru þau á æfingum en eftir hádegi voru spilaðir tónleikar í skemmtigarðinum Liseberg og farið í skrúðgöngu.  Einnig spiluðu krakkarnir á fljótabáti sem sigldi um Gautaborg.  Síðasta kvöldið voru haldnir sameiginlegir tónleikar með öllum þátttakendum í Konserthúsi Gautaborgar.  Krakkarnir náðu að skoða sig um í Gautaborg, kíkja í búðir og fara í tívolí á milli skipulagðra viðburða.

Ferðin heppnaðist í alla staði frábærlega.  Veðrið lék við okkur og börnin voru okkur til fyrirmyndar hvert sem við fórum.  Krakkarnir fengu hrós bæði  frá flugfreyjum og mótshöldurum fyrir prúðmennsku og tónlistarflutning.

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim fyrirtækjum, félagasamtökum og eintaklingum sem hafa styrkt ferðina.  Við fundum fyrir miklum velvilja allra sem við leituðum til við fjáröflun ferðarinnar, slíkt er ómetanlegt.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?