Flatbökugerð Friðborgar, Víking Pizza

Sumarstarfsmaður bókasafnsins kynnir sér ný og nýleg fyrirtæki í bænum

Hákon, sumarstarfsmaður bókasafnsins, heimsótti Friðborgu Hauksdóttur, rekstraraðila Víking Pizzu og fræddist um reksturinn og framtíðarplön.

Nýr pizzustaður hefur verið opnaður í Þorlákshöfn að Selvogsbraut 41, þar sem áður var Zentral Pizza, en staðurinn opnaði þann 13.maí sl. Rekstraaðili og eigandi staðarins er Friðborg Hauksdóttir sem einnig rekur bakaríið í bænum, en bæði Pizzustaðurinnviking-pizza og Bakaríið er eitt og sama fyrirtækið en það nefnist Bakkelsi. Pizzustaðurinn fékk nafnið Víking Pizza því nafnið Víkingur kemur víðsvegar fram í nöfnum fjölskyldumeðlima. Einnig var bætt við Flatbökugerð Friðborgar og segir Friðborg að það hafi verið ákveðið ,,til að hafa eitthvað íslenskt og gott nafn líka”.

Staðurinn er lítill og notalegur og tekur 24 í sæti, boðið er upp á pizzur og drykk og hægt er að horfa á efni á flatskjá þar sem boðið er uppá það sem hæst ber á hverju sinni eins og t.d Eurovision í maí og fótbolta. Nú um stundir er verið að sýna Copa America.

Friðborg segir viðtökurnar hafa verið með ágætum og að staðurinn verði rekinn með sama hætti og verið hefur undanfarið eða í anda fyrri pizzustaðar sem þarna var, Zentral Pizzu.  Hún segir jafnframt að ef mikið er um að vera í bænum eins og t.d Þorrablót, ætli hún að bjóða uppá bílaþjónustu með breskum og amerískum glæsivögnum. Það virkar þannig að gestir eru sóttir, geta fengið sér að borða og svo er þeim skutlað aftur heim á eftir. Einnig verður hægt að panta bílaþjónustu fyrir hópa.

Ef óskað er eftir að halda afmælisveislur á staðnum eða stórir hópar ætla að koma, er hægt að fá að koma á staðinn utan hefðbundins opnunartíma. en þá þarf að hafa samband við Friðborgu, eins ef óskað er eftir bílaþjónustu.

 

Hákon Svavarsson, sumarstarfsmaður Bæjarbókasafns Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?