Flöskuskeyti frá Þorlákshöfn

Flöskskeyti
Flöskskeyti

Á fréttavefnum dfs.is er greint frá því að flöskuskeyti sem Sandra Dís Jóhannesdóttir, 12 ára stúlka sem búsett er í Þorlákshöfn, hafi fundist Skotlandi.

Á fréttavefnum dfs.is er greint frá því að flöskuskeyti sem Sandra Dís Jóhannesdóttir, 12 ára stúlka sem búsett er í Þorlákshöfn, hafi fundist Skotlandi. Sandra Dís fór með föður sínum, Jóhannesi Þór Haukssyni á sjó síðastliðið sumar, en hann er yfirstýrimaður á Hrafni GK 111 frá Grindavík. Í veiðiferðinni fleygði hún flöskuskeyti  í sjóinn þar sem þau voru SV af landinu. Flaskan fannst 115 dögum seinna í Skotlandi þar sem maður að nafni James Alexander Macleod fann skeytið. Hann skrifaði eftirfarandi um fundinn á fésbókarsíðu sína auk þess sem að hann birti þar mynd af Söndru Dís:

"This is Sandra, the twelve year old girl from Iceland who threw a 'message in a bottle' from the fishing vessel "Hrafn GK 111" 50 miles from the coast of Iceland only to be found at The Maze, Tiree 115 days later! A rough distance of 664 miles, traveling at 5.8 miles a day".

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?