Forkynning á deiliskipulagstillögum

Forkynning á þremur deiliskipulagstillögum fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss fer fram frá 25. til 27. ágúst 2020. Upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi á bæjarskrifstofu Ölfuss á skrifstofutíma.

 

Deiliskipulagsbreyting - Mánastaðir 2 - 4

Um er að ræða breytingu sem skiptir stærstu lóðinni á gildandi deiliskipulagi í þrennt. Skilgreindir eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús, bílskúr og gestahús. Nýju lóðirnar eru 5.332,8, 5.974,5 og 22.031,5 fermetrar að stærð. Hægt er að nálgast  deiliskipulagsuppdrátt hér.

 Deiliskipulag – Dimmustaðir fjórar lóðir

Deiliskipulagstillagan fjallar um 4 nýjar lóðir á landinu Dimmustaðir í Ölfusi. Áður hefur verið kynnt skipulagslýsing fyrir tillöguna. Landið er um 2,5 HA að mestu leyti gróið landbúnaðarland. Skilgreindir eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús, bílskúr og gestahús. Hægt er að nálgast skipulagsuppdrátt hér og greinargerð hér.

 Deiliskipulag - Stóri Saurbær 3

Deiliskipulagstillagan fjallar um nýjar lóðir í landi Stóra Saurbæjar 3. Landið er 4,6 HA að stærð og er því skipt í 3 lóðir samkvæmt tillögunni. Nýju lóðirnar verða 0,5, 2 og 2,1 HA að stærð. Á landinu er eldra íbúðarhús og nokkur úthús og skilgreindir eru byggingarreitir fyrir íbúðarhús, bílskúr, viðbyggingu, skemmu, frístundahús og gestahús. 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?