Deiliskipulag fyrir Vesturgljúfur:
EFLA hefur unnið deiliskipulag af lóðum á athafnasvæði sunnan við Klettagljúfur. Afmarkaðir eru byggingarreitir þar sem byggja má atvinnuhúsnæði. Búið er að taka hluta lóðanna undir vegsvæði fyrir nýjan Ölfusveg. Deiliskipulagið má sjá HÉR
Deiliskipulagsbreyting Gljúfurárholt 14
Landeigandi óskar eftir að breyta nýsamþykktu deiliskipulagi þannig að byggja megi hús til landbúnaðarnota (skemmu) til viðbótar við þær heimildir sem gildandi deiliskipulag inniheldur. Bætt er við einum byggingarreit, U2 en að öðru leyti er skipulagið óbreytt. Útbyggingarheimildir eftir breytinguna eru vel innan heimildar aðalskipulags fyrir lóðir á landbúnaðarsvæðum. Deiliskipulagsbreytinguna má sjá HÉR
Deiliskipulag fyrir Setberg 20
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir allt að 89 m2 viðbyggingu við húsið Setberg 20 í horni fyrir framan núverandi bílskúrshurð. Deiliskipulagstillöguna má sjá HÉR
Deiliskipulag fyrir Kvíarhól í Ölfusi
Um er að ræða skipulag sem heimilar allt að 800 fermetra 6,5 metra háa reiðskemmu. Tillagan samræmist aðalskipulagi Ölfuss. Deiliskipulagið má sjá HÉR
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss, Hafnarbergi 1, frá 26. – 29. október 2020
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi