Eftirtaldar skipulagstillögur verða til kynningar skv. 2.mgr. 30. gr. og 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1. Þær verða til sýnis frá 19. til 24. febrúar 2021 áður en þær verða til umfjöllunar á 288. fundi bæjarstjórnar þann 25. febrúar 2021.
Tillaga að deiliskipulagi vegna fjarskiptamasturs við Selvog
Mörkuð er lóð undir fjarskiptamastur norðan við Suðurstrandaveg í landi Bjarnarstaða við Selvog. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem er í auglýsingu um þessar mundir.
Skipulagstillaga
Deiliskipulagsbreyting fyrir hafnarsvæði í Þorlákshöfn
Tillagan gerir ráð fyrir að Suðurvarargarður verði lengdur til austurs og breytingar verði á lóðum og lóðarmörkum. Ekki er gert ráð fyrir snúningi Suðurvararbryggju og landfyllingu við hana sem áður hefur verið auglýst.
Skipulagstillaga og lýsing - Eldri skipulagsgreinargerð
Deiliskipulagsbreyting Víkursandur – iðnaðarsvæði á Sandi vestan Þorlákshafnar
Breytingin tekur til stækkunar á lóðunum Víkursandur 3 og 5 og breyttrar aðkomu að lóðunum Víkursandur 2, 4 og 6.
Skipulagstillaga
Deiliskipulag fyrir Akurholt II í Ölfusi
Akurholt II er 4,8 ha land sunnan við Suðurlandsveg. Deiliskipulagið samræmist heimildum aðalskipulags fyrir 2-10 ha landspildur. Með því eru markaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, gestahús og hús til landbúnaðarnota í samræmi við heimildir aðalskipulags.
Skipulagstillaga
Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt 2. áfangi
Landeigandi óskar eftir að aðal- og deiliskipulagsbreyting vegna 2. áfanga í Gljúfurárholti verði samþykkt til auglýsingar. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilaðar verði 60 íbúðir á 40 lóðum, þar af 40 íbúðir í parhúsum á 20 lóðum. Eigandinn gerir ráð fyrir að uppbyggingin verði áfangaskipt.
Skipulagstillaga
Deiliskipulag Árbær 4
Deiliskipulagstillagan markar reiti fyrir útbyggingu íbúðarhúss og frístundahúss í samræmi við ákvæði aðalskipulags.
Skipulagstillaga - greinargerð
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi