Forkynning á skipulagstillögum fyrir auglýsingu

Auglýsing um skipulag – Sveitarfélagið Ölfus – forkynning á skipulagstillögum fyrir auglýsingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 8, þann 18. júní 2020 að auglýsa eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi, skv. skipulagslögum nr.123/2010, eftir afgreiðslu Bæjarstjórnar Ölfuss. Skipulagstillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá 23. júní til 25.júní 2020. Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi á staðnum á opnunartíma skrifstofu.

Deiliskipulag Hafnarsvæðis í Þorlákshafnar.

Skipulagið hefur verið auglýst áður og helstu breytingar frá fyrri auglýsingu eru þessar:

Mörk deiliskipulagssvæðisins hefur verið breytt þannig að nýr suðurgarður sem aðalskipulag sýnir er utan þess og því þarf ekki að gera grein fyrir umhverfisáhrifum sem bygging hans veldur.

Deiliskipulagið hefur einnig verið lagfært í samræmi við ýmsar ábendingar/athugasemdir frá Skipulagsstofnun eftir því sem við á.

 

Aðalskipulags- og deiliskipulagsbreyting Mói – Miðbæjarkjarni í Þorlákshöfn.

Helstu breytingar miðað við þá tillögu sem áður var kynnt er að íbúðum hefur fækkað, betur er gert grein fyrir innviðum, skipulagsreitir hafa færst lítillega og tekið breytingum.

Kafli um umhverfismat er kominn í  greinargerðir, skilgreining á hæðarfjölda, lóðum, bílastæðum og fyrirkomulagi þeirra hefur einnig verið breytt í samræmi við athugasemdir sem Skipulagsstofnun gerði.

Deiliskipulag Norðurhraun.

Til stendur að auglýsa aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna Norðurhrauns.
Breyting aðalskipulags felst í því að íbúðum í reit Í-6 í Þorlákshöfn er fjölgað úr 51 í 75 og þéttleiki byggðar eykst úr 9,4 íbúðir/HA í 13,8 íbúðir/HA.
Breyting deiliskipulagsins tekur að mestu til húsgerða en aðrir þættir eru einnig endurskoðaðir svo sem lóðarmörk, bílastæðafjöldi og gönguleiðir.
Um er að ræða lýsingu á aðalskipulagsbreytingu og aðal- og deiliskipulagsbreyting.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar eða koma með ábendingar. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með pósti á skipulag@olfus.is, fyrir 25. júní 2020.

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

Gunnlaugur Jónasson

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?