Í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands höfum við bætt enn betur rafræna upplýsingagjöf og þjónustu.
Á undanförnum áratugum hefur mikil skráning fornleifa farið fram í Ölfusi enda svæðið þakið sögu langt aftur um aldir. Margar skýrslur hafa verið unnar og skráningar af ýmsum toga. Nú eru þessar skráningar sjáanlegar inn á kortasjá sveitarfélagsins. Velja má "Fornleifastofnun Íslands" á valmynd í hægra horni. Um er að ræða tilraunaverkefni sem þróað verður áfram með einhverjum hætti.
Þetta getur hentað þeim vel sem hyggjast leggjast í framkvæmdir eða í skipulagsvinnu dreifbýlis.
Einnig bendum við ýmislegt annað sem vefurinn hefur upp á að bjóða eins og teikningar af byggingum, færð á vegum, skipulagsuppdrætti ásamt þjónustu og afþreyingu innan sveitarfélagsins.
Kortasjá Sveitarfélagsins Ölfuss