Frábær árangur körfuboltaliðsins í Þorlákshöfn

korfuthor
korfuthor
Sveitarfélagið býður til fagnaðar í Ráðhúskaffi

Í tilefni frábærs árangurs körfuboltaliðs Þórs í Þorlákshöfn býður Sveitarfélagið Ölfus til móttöku í  Ráðhúskaffi, laugardaginn 5. maí n.k. milli klukkan 17.00 og 19.00.

 

Í tilefni frábærs árangurs körfuboltaliðs Þórs í Þorlákshöfn býður Sveitarfélagið Ölfus til móttöku í  Ráðhúskaffi, laugardaginn 5. maí n.k. milli klukkan 17.00 og 19.00.

Bæjarbúum er boðið að koma í Ráðhúskaffi, taka þátt og fagna með körfuboltafólki þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir þann frábæra árangur sem náðst  hefur í vetur.

Í okkar litla samfélagi hefur árangur körfuboltaliðs Þórs í vetur gert mikið fyrir samfélagið okkar.  Mikill fjöldi íbúa hefur mætt á leikina og stemmingin í húsinu hefur verið ólýsanleg, fullt hús af stuðningsmönnum, græni drekinn syngjandi  og stjórnandi hvatningarhrópum og yfirburðir græna litarins verið algjör, stemmingin er engu lík.  Stuðningur bæjarbúa er frábær, allir fylgjast með og hver leikur er ræddur ýtarlega víðs vegar um bæinn.    Gríðarlegur metnaður er hjá liðinu og við höfum fulla trú á að þeir komi tvíefldir til leiks á næsta ári. 

Þórsarar, til hamingju með silfrið í Iceland Express deild karla árið 2012. 

 

 

 

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?