Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið, sérstaklega fyrir foreldra 1 - 5 ára barna.
Námskeiðið er á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna og er í boði bæði sem staðnám eða fjarnám.
Námskeiðið miðar að því að:
- fræða foreldra um tengslamyndun og samskipti
- mæta barni á viðeigandi hátt út frá þroskastigi
- hjálpa foreldrum að efla eigið tilfinningalæsi og barna sinna
- fara yfir gagnlegar leiðir til að hjálpa foreldrum að styrkja sig í foreldrahlutverkinu
Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku foreldra til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að samskiptum foreldra og barna.
Sjá nánari upplýsingar og tengil á skráningu hér