Melskurður er hafinn á landgræðslusvæðinu í Þorlákshöfn.
Á vef Landgræðslunnar segir frá því að hafinn sé melskurður á landgræðslusvæðinu í Þorlákshöfn. "Til uppgræðslu var melgresi sáð í sandinn en fyrir tveimur árum var hænsnaskítur borinn á svæðið. Það bar afar góða raun. Melgresið er nú farið að skila mikilli uppskeru af góðu melfræi. Í ár var hægt að uppskera snemma enda hefur verið einmunatíð."
Sex vélar frá Landgræðslunni eru notaðar í melskurðinn, en þær verða sendar áfram í Landeyjarnar og á Mýrdalssandinn að lokinni uppskeru í Þorlákshöfn. Melgresið nýtist sérlega vel til uppgræðslu á erfiðum sandsvæðum og er því mikilvægt að safna fræjunum til áframhaldandi landgræðslustarfa á svæðum eins og Bakkafjöru..