Framkvæmdum lokið við  Heilsu- og æfingastíginn.

Heilsustígar 001
Heilsustígar 001
Heilsu og æfingarstígurinn

Framkvæmdum við heilsu- og æfingastíginn sem hófst í vor er nú lokið.  Heilsustígurinn er ný leið til bættrar lýðheilsu og fjölbreyttrar útivistar.

Framkvæmdum við heilsu- og æfingastíginn sem hófst í vor er nú lokið.  Heilsustígurinn er ný leið til bættrar lýðheilsu og fjölbreyttrar útivistar.

Hvað er heilsustígur?

Lýðheilsu verkefnið Vitaparcours (æfingastígar) hófst hjá svissnesku tryggingarfélagi fyrir árið 1970 en það fól í sér að settir voru upp stígar með allt að 15 „æfingastöðvum“.  Verkefnið hefur verið í stöðugri þróun síðan og hafa  yfir 500 æfingastígar  verið settir upp í Sviss.  Einnig hafa verið settir upp stígar  á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Íslandi og e.t.v. fleiri löndum.

Stígarnir geta verið mislangir allt frá 600 m upp í 4,2 km.

 

 

Hverjir nota Heilsu- og æfingarstíginn?

 

-        Æfingarnar henta jafnt þjálfuðum sem óþjálfuðum.

-        Fólk sem æfir reglulega og vill fjölbeytni.

-        Fólk sem ekki vill eða treystir sér ekki til að æfa í líkamsræktarstöðvum.

-        Fólk í endurhæfingu.

-        Aldraðir, íþróttafólk og unglingar.

-        Kyrrsetufólk sem vill breyta um lífstíl.

-        Já bara allir.

 

Heilsustígurinn í Þorlákshöfn.

Heilsustígurinn í Þorlákshöfn er 3,4 km að lengd. Hann liggur eftir göngustígum bæjarins og gangstéttum. Upphaf og endir stígsins er við Íþróttamiðstöðina. En notendur stígsins geta farið inn á hann hvar sem þeim hentar.  Meðfram stígnum eru 15 æfingastöðvar, misstórar allt frá einum staur og upp í töluvert mannvirki.  Við hverja stöð er skilti með leiðbeiningum um æfingar. Æfingunum er skipt upp í:  styrk, liðleika/fimi og úthald.

 

Nú er bara að drífa sig upp úr sófanum og byrja.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?