Fréttaritari Ölfuss

Útvarp
Útvarp
Sveitarfélagið Ölfus og Útvarp Suðurland hafa gert með sér samning til þriggja mánaða
Sveitarfélagið Ölfus og Útvarp Suðurland hafa gert með sér samning til þriggja mánaða.  Samningurinn gerir ráð fyrir að einu sinni í viku sé hringt í svonefndan fréttaritara á Ölfus svæðinu og hann segir frá því helsta sem um er að vera í Ölfusinu, miðlar stemningunni á svæðinu og hverju öðru sem vilji er til að koma á framfæri.  Ákveðið var að fyrst um sinn sjái menningarfulltrúi um að gegna hlutverki fréttaritara, en eftir því sem tilefni þykir til, verða aðrir fengnir til að koma með umfjöllun í útvarpinu.  Útsending innleggs úr Ölfusi verður á fimmtudögum klukkan 10:45 og er bæði hægt að hlusta í útvarpi og á netinu.
Íbúar eru hvattir til að koma skemmtilegum upplýsingum og áhugaverðum staðreyndum á framfæri við menningarfulltrúa, en hann velur úr efninu.
Ábendingar um innlegg sendist á: barbara@olfus.is
 
Hlusta á fyrsta þáttinn með fréttaritara úr Ölfusi:
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?