Frístundaheimilið fær nýtt nafn: Brosbær!

Frétt frá grunnskólanum:

Við tilkynnum að Frístundaheimilið okkar hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Brosbær! Ferlið við nafngiftina hófst með því að settur var upp hugmyndakassi, þar sem börnin fengu að koma með sínar eigin tillögur. Það komu inn um 20 tillögur frá börnunum, en starfsfólkið lagði einnig fram sínar hugmyndir.

Starfsfólk Frístundar fór síðan yfir allar tillögurnar og valdi átta heppileg nöfn sem voru sett í kosningu meðal foreldra. Nafnið Brosbær hlaut flest atkvæði, enda á það einstaklega vel við okkar kátu krakka og skemmtilega starf í Frístund.

Við hlökkum til að byggja áfram upp gleðilegt og skapandi umhverfi fyrir börnin okkar í Brosbæ!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?