Fyrsta skóflustungan var tekin í morgun að nýrri aðstöðu Lýsis á nýju athafnasvæði vestan Þorlákshafnar. Það voru Kjartan Ólafsson, framkvæmdarstjóri Lýsis hf. í Þorlákshöfn og Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss sem tóku fyrstu skólfustunguna.
Sveitarfélagið Ölfus og Lýsi hf. undirrituðu samning síðastliðið haust um að Lýsi hf. myndi færa fiskþurrkunarstarfsemi sína á nýtt athafnasvæði vestan Þorlákshafnar eða hætta starfsemi hennar.
Lýsi hf. tók þá ákvörðun að færa starfsemina og byggja nýja verksmiðju. Verksmiðjan verður 2500 fm og útbúin nýjasta tækjabúnaði. Framkvæmdir hefjast eftir helgi og samkvæmt samkomulagi Ölfuss og Lýsis hf. á starfsemin að færa sig á nýjan stað í júlí 2018.