Vörður, skipsstrand við bergið
Næstkomandi sunnudag verður fyrsta dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju í Skálholti, gengin. Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.
Næstkomandi sunnudag verður fyrsta dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju alla leið í Skálholt, gengin. Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.
Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma, en vinnuhópur um verkefnið var skipaður í kjölfar kynningafundar í Skálholti þar sem Edda Laufey Pálsdóttir kynnti hugmyndina. Í vinnuhópnum eiga sæti þau Barbara Guðnadóttir fyrir Ölfus, Bragi Bjarnason fyrir Árborg, Rósa Matthíasdóttir fyrir Flóahrepp, Ásborg Arnþórsdóttir fyrir Uppsveitir Árnessýslu og Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur Suðurprófastsdæmis.
Að mörgu er að hyggja þegar ný gönguleið er hönnuð. Ræða þarf við landeigendur, ákveða gönguleið á hverjum stað, huga að merkingum og prufuganga leiðirnar. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, en styrkurinn mun nýtast í fyrsta hluta verkefnisins sem miðar að því að velja leiðir, kortaleggja og skipuleggja prufugöngur. Göngurnar í sumar sem skipulagðar eru með Ferðafélagi Íslands, eru einmitt fyrstu prufugöngurnar.
Alls verður gengið fimm sunnudaga í sumar á eftirfarandi dögum:
22. maí, Strandarkirkja Þorlákskirkja. Lagt af stað með rútu kl. 9:30 frá íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Gengið frá Strandarkirkju um 18 km leið með sjónum sem leið liggur austur í Þorlákshöfn.
12. júní, Þorlákshöfn Stokkseyri. Brottför með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri kl. 9:30. Gengið eftir sandfjörunni frá Þorlákshöfn að Hafinu Bláa og áfram með sjónum, framhjá Eyrarbakka og eftir nýrri gönguleið til Stokkseyrar. Þessi ganga er um 19 km löng.
26. júní. Stokkseyri Villingaholt. Brottför með rútu frá Villingaholtskirkju kl. 9:30. Gengið frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri um fallegt svæði að Gaulverjabæjarkirkju og áfram að Villingaholti um 21 km.
10. júlí. Villingaholt í Flóa Ólafsvallakirkja á Skeiðum. Brottför með rútu frá Ólafsvallakirkju kl. 9:30. Gengið um Flóann og upp Skeiðin um 20 km leið um sunnlenska sveit.
24.júlí. Ólafsvallakirkja á Skeiðum Skálholtsdómkirkja. Brottför með rútu frá Skálholti kl. 7:00. Gengið um 17 km leið frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum sem leið liggur um fallega sveit norður í Skálholti. Göngunni lýkur á Skálholtshátíð þar sem pílagrímar koma einnig úr Borgarfirði þennan dag.
Hver ferð kostar kr. 9.000 (6.000 kr fyrir félaga í FÍ) og er það Ferðafélag Íslands sem heldur utanum skráningu í ferðirnar en nánari upplýsingar má finna á vefsíðu FÍ: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/1918/ eða í síma 5682533.