Sigmar B. Árnason, Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss, skrifaði fyrr í dag undir samning við Jón og Margeir ehf. um gatnagerð á fyrsta áfanga Norðurhrauns, nýs íbúðahverfis í Þorlákshöfn. Hverfið er norðan af Norðurbyggð og Básahrauni og tengist inn að Sambyggð. Í fyrsta áfanga verða til umsóknar raðhúsalóðir en á seinni stigum verður einnig hægt að byggja einbýli í hverfinu.
Jón og Margeir ehf. voru með lægsta tilboðið í gatnagerðina en alls buðu fjórir í verkið og voru tilboð opnuð 12. ágúst sl. Framkvæmdum á að ljúka 15. desember nk. Lausar lóðir verða auglýstar fljótlega með fyrirvara um afhendingu að verki loknu, skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Um er að ræða enn eitt skrefið í átt að aukinni uppbyggingu í Þorlákshöfn.
