Tómas Guðmundsson við rennibekkinn
Í dag opnar Tómas Guðmundsson, einn af elstu íbúum Þorlákshafnar, sýningu í Gallerí undir stiganum, sýningarými bókasafnsins í Þorlákshöfn
Hinn níræði Tómas Guðmundsson, hefur opnað sýningu í Gallerí undir stiganum, sýningarými bókasafnsins í Þorlákshöfn. Þar sýnir Tómas rennda gripi, en hann hefur síðastliðin fjögur eða fimm ár dundað við að renna timbur í allskyns nytjagripi. Hann hefur notað margvíslegt timbur, en og segir það geta verið erfitt að fá gott timbur til að vinna úr.
Meðal þess sem Tómas sýnir eru lampafætur þar sem hann hefur límt saman mismunandi gerðir af timbri með ólíka áferð og lit, en einnig hefur hann leikið sér að því að renna skálar, staup, krúsir og fleira.
Sýningin stendur yfir til maíloka og er sölusýning.
Formleg opnun sýningar verður í dag klukkan 17:00 og verður Tómas sjálfur á staðnum og tekur á móti gestum.
Boðið verður upp á kaffi og súkkulaði af tilefni opnunar.