Tónleikar með Ómari og Tómasi
Í kvöld halda gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson útgáfutónleka í ráðhúsinu í Þorlákshöfn.
Síðastliðið miðvikudagskvöld héldur gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson útgáfutónleka í ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Þeir Ómar og Tómas hafa spilað saman í áratug, ýmist tveir einir eða í fjölmennari hljómsveitum. Innanlands og utan: Flatey, Djúpavík, Moskva, Andorra, Berlín, Havana, Washington DC....
Nú hafa þeir gert langþráðan draum að veruleika: að taka upp plötu þar sem þeir semja hvor fyrir annan. Þar er músíkölsk samræða æðsta markmiðið, hvort sem um er að ræða sveiflu, latíntónlist eða ballöður.
Upptakan fór fram á Kolsstöðum í Borgarfirði, á sólríkum sumardögum þar sem hvít jöklabreiða bar við augu út um upptökuglugga ásamt hrauni og blómstrandi kjarri.
BRÆÐRALAG Um land allt!
Þeir félagar Ómar og Tómas spiluðu efni af diski sínum á á tónleikunum og voru gestir hæstánægðir með kvöldið og margir keyptu diskinn til að geta hlusta þegar heim kæmi.