_hjortur_mar2009ifsport_914593194
Í fjölmiðlum, m.a. á vefnum www.hafnarfrettir.is, má lesa um afrek Hjartar Más Ingvarssonar, sundmanns úr Þorlákshöfn
Í fjölmiðlum, m.a. á vefnum hafnarfrettir.is, má lesa um afrek Hjartar Más Ingvarssonar, sundmanns úr Þorlákshöfn en hann stórbætti íslandsmet sitt í 200 m skriðsundi í úrslitum á Heimsmeistaramóti fatlaðra sem fram fer í Montreal í Kanada.
Hjörtur hafnaði í 7.sæti á tímanum 3:10,84 og bætti fyrra íslandsmet sitt um tæpar 6 sekúndur.
Þetta er frábær árangur og verður gaman að fylgjast með næstu keppnum hjá Hirti, en hann keppir í 200 metra fjórsundi á morgun, fimmtudag og í 100 m skriðsundi á laugardaginn.
Meira er hægt að lesa um afrek Hjartar á vefsíðunni www.hafnarfrettir.is