Samræmd próf
Nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn koma afar vel út í samræmdum prófum sem tekin voru á haustdögum en prófin þreyta nemendur 4., 7. og 10. bekkjar.
Nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn koma afar vel út í samræmdum prófum sem tekin voru á haustdögum en prófin þreyta nemendur 4., 7. og 10. bekkjar. 10. bekkur trónir á toppnum af öllum sveitarfélögum landsins í enskunni og er meðal fjögra efstu bæði í íslensku og stærðfræði. 7. bekkur vermir efsta sætið á landsvísu í stærðfræði og er einnig afar ofarlega í íslensku. Þá gekk nemendum 4. bekkjar mjög vel í stærðfræði. Sannarlega frábær árangur sem við erum stolt af.
Til hamingju krakkar og kennarar!