Gómsæt fiskvinnslu skoðunarferð

Leyndardómar Suðurlands mynd 2
Leyndardómar Suðurlands mynd 2
Leyndardómar Suðurlands
Bæjarstjórnarmönnum í Ölfusi ásamt bæjarstjóra var boðið í gómsæta fiskvinnslu skoðunarferð og eftir skoðun í snilldarsmakk.

Umfangsmikið kynningarátak er á Suðurlandi þessa dagana þar sem ferðaþjónustufyrirtæki, matvælaframleiðendur, ýmis félög, fyrirtæki, stofnanir, einstaklingar og nánast hver sem er kynnir hvaða leyndardóma viðkomandi hefur uppá að bjóða.  Átakið kallast „Leyndadómar Suðurlands“ og hefur staðið yfir frá miðvikudeginum 26. mars og mun standa til sunnudagsins 6. apríl nk.  Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands, sem standa fyrir verkefninu.

 

Í tilefni af Leyndardómum Suðurlands var bæjarstjórnarmönnum í Ölfusi og bæjarstjóra boðið í ,,Gómsæta fiskvinnslu skoðunarferð‘‘ en fiskvinnslan hjá Auðbjörgu í Þorlákshöfn var skoðuð og eftir skoðun var boðið í snilldarsmakk hjá Dagnýju í Hendur í höfn.  Boðið var uppá gómsæta rétti úr sjávarfangi frá Auðbjörgu, s.s. suðrænt saltfisksalat og flauelsmjúka humarsúpu.  Þetta var virkilega skemmtileg ferð og óhætt að mæla með henni við fólk sem vill upplifa matarmenninguna frá framleiðslu til neyslu.  Takk fyrir okkur. J

 

Rétt er að vekja athygli á því að helgina 5. - 6. apríl verður frítt í sundlaugina í Þorlákshöfn í tilefni Leyndardóma Suðurlands.

 


X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?