Darrin Govens, sem leikur með Þór Þorlákshöfn, var í dag valinn besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmótsins í körfuknattleik en Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur var valinn besti þjálfarinn.
Darrin Govens, sem leikur með Þór Þorlákshöfn, var í dag valinn besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmótsins í körfuknattleik en Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur var valinn besti þjálfarinn. Afhending verðlauna fór fram í húsakynnum Íþróttasambands Íslands í Laugardal.
Úrvalslið fyrri umferðar var einnig valið og var það skipað eftirfarandi leikmönnum:
Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn
Magnús Þór Gunnarsson – Keflavík
Árni Ragnarsson – Fjölnir
Marvin Valdimarsson – Stjarnan
Finnur Atli Magnússon – KR
Þá var Nathan Walkup úr Fjölni valinn dugnaðarforkurinn og Sigmundur Már Herbertsson besti dómarinn.
Heimild: www.ruv.is mynd fengin á heimasíðu Þórs