Grænir drekar í Skrúðgarðinum í sumar
Á Þjóðhátíðardaginn, 17. júní hefst skemmtilegur snjall sumarratleikur í Skrúðgarðinum í Þorlákshöfn.
Það er tilvalið að fjölskyldan fari saman og leiti að GRÆNA DREKANUM en bak við drekana birtast spurningar sem þið svarið saman.
Þið byrjið leikinn við inngangshlið Skrúðgarðsins fyrir neðan ráðhúsið eða við hliðið frá Hafnarbergi. Þar finnið þið skilti sem gefur upplýsingar um hvernig þið byrjið leikinn. Þið notið appið, Loquiz, sem þið hlaðið niður í símana ykkar. Þið notið kortið sem birtist í símanum til að rata um garðinn og leitið að GRÆNA DREKANUM. Kortið í símanum gefur vísbendingar um hvar má finna GRÆNA DREKA spurningar. MUNIÐ að þysja inn eða út á kortinu til að auðvelda leitina !
Þið safnið stigum fyrir hvert rétt svar. Í lokin getið þið skoðað í símanum stigaskor, vegalengd og tíma. Tilvalið að fara sem oftast til að bæta stigaskor og tíma.
Gangi ykkur sem allra best og góða skemmtun 😊
Sá sem er fljótastur og fær flest stig stendur uppi sem sigurvegari og fá þrjú efstu liðin verðlaun.