Grenndarkynning vegna byggingaráforma í Haukabergi

Ásýnd frá götu
Ásýnd frá götu

Á 275. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss 30.1.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. Skipulagslag nr. 123/2010. Erindið hafið hlotið umræð og afgreiðslu á 3. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 23.1.2020. Byggja á neðri hæð húss að Haukabergi 4 fram, bílskúr og geymsla, um 3 m í átt að götu. Á efri hæð verður útgangur á nýbyggingu/svalir, samanber innsend gögn og lýsingu umsækjanda sem barst sveitarfélaginu.

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði: 
Þar sem ekki er til samþykkt deiliskipulag fyrir hverfið þarf að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin verða kynnt aðliggjandi lóðum með bréfi og birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar sem að Haukabergið er lítill botnlangi með miklum gróðri er útbygging neðri hæðar ekki talin hafa afgerandi áhrif á ásýnd götu, götumynd eða húsalínu. Mest áberandi hluti hússins heldur sér; stofugluggar og þakskyggni.

Meðfylgjandi eru kynningargögn og stutt lýsing þar sem áformin má sjá á afstöðumynd og útlitsteikningum. Að lokinni kynningu er umsækjanda heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist gögn reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Frestur til að senda athugasemdir er frá 31. janúar – 28. febrúar 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is, merkt „Haukaberg“.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum,
skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarbréf fengu íbúar í Haukabergi 2, 3, 4, 5 og 6.

Verkefnastjóri skipulagsmála

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?