Grenndarkynning vegna Klettagljúfurs 7

Afstöðumynd
Afstöðumynd

Á 275. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss 30.1.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. Skipulagslag nr. 123/2010. Erindið hafið hlotið umræðu og afgreiðslu á 3. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 23.1.2020.

Örn Karlsson, f.h. Bjargar Ólafsdóttur, óskar eftir að byggingarreitur í Klettagljúfri 7 verði stækkaður til að koma fyrir hesthúsi, sbr. innsend gögn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Samþykkt. Grenndarkynna þarf áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í skipulagi stendur að hesthús þurfi að standa 10 metra frá lóðarmörkum og 40 metra frá hesthúsi nágranna. Hesthús má rúma 10 hesta.

Að lokinni kynningu verður skipulagið afgreitt er umsækjanda er þá heimilt að senda inn byggingarteikningar og fær byggingarleyfi standist gögn reglugerð. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Þau hanga til sýnis á bæjarskrifstofum og á heimasíðu. Frestur til að senda athugasemdir er frá 3. febrúar – 6. mars 2020.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is, merkt „Klettagljúfur 7“.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki íbúa fyrir áformunum,
skv. 3. mgr., 44. gr. Skipulagslaga nr. 123
/2010. Kynningarbréf hljóta íbúar í Klettagljúfri 5, 6 og 9.

Verkefnastjóri skipulagsmála.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?