Í dag var einn af frumbyggjum þorpsins, hún Guðbjörg Thorarensen kvödd í Þorlákshöfn. Hún líkt og aðrir frumbyggjar, setti svip sinn á bæinn.
Í dag var einn af frumbyggjum þorpsins, hún Guðbjörg Thorarensen kvödd í Þorlákshöfn.
Hún líkt og aðrir frumbyggjar, setti svip sinn á bæinn. Hún stundaði nám í fóstrufræði og ensku í London og vann sem fóstra í Reykjavík, m.a. sem forstöðukona á barnaheimilinu Barónsborg áður en hún og Benedikt, eiginmaður hennar fluttu til Þorlákshafnar þar sem þau bjuggu alla tíð.
Líkt og Benedikt sem var framkæmdastjóri Meitilsins, kom Guðbjörg að mörgu sem tengdist uppbyggingu þorpsins og stýrði um langa hríð símstöðinni. Áður en Guðbjörg tók við sem símstöðvarstjóri, starfaði hún sem fóstra og var einn af frumkvöðlum þess að í Þorlákshöfn yrði stofnaður leikskóli og var leikskóli á vegum Kvenfélags Þorlákshafnar stofnaður árið 1968.
Guðbjörg gengdi starfi símstöðvarstjóra í rúma þrjá áratugi. Hún lét til sín taka í félagsmálum og þau Benedikt voru bæði í Söngfélagi Þorlákshafnar og kirkjukórnum og stunduðu hestamennsku.
Guðbjörg var einn af góðvinum bókasafnsins, las mikið og spjallaði gjarnan um bækur, fólk og málefni af mikilli innsýn. Hún vakti aðdáun fyrir glæsileika og heimskonulegt yfirbragð.
Á meðfylgjandi mynd sem er í eigu ljósmyndasafns Ölfuss, er Guðbjörg á góðum degi ásamt hesti sínum, sennilega í einhverri góðri hestaferð. Þessa mynd og margar fleiri myndir af konum í Ölfusi í eigu ljósmyndasafnsins, má sjá á sýningu Byggðasafns Ölfuss í Gallerí undir stiganum, bókasafninu í Þorlákshöfn.
bhg