Ithrottamadur-Olfuss-2015-(16)
Íþróttamaður ársins 2015
Akstursíþróttamaðurinn Gyða Dögg Heiðarsdóttir var valin íþróttmaður Ölfuss árið 2015
Akstursíþróttamaðurinn Gyða Dögg Heiðarsdóttir var valin íþróttamaður Ölfuss árið 2015 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Ölfuss fyrr í dag en þetta var í 17. sinn sem valið fer fram.
Gyða var fyrir nokkru valin mótorhjóla- og snjósleðakona Íslands árið 2015 af MSÍ og hlaut viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir frábæran árangur á árinu. Stóð hún sig frábærlega á síðasta ári í sinni íþrótt. Ekki nóg með að hún varð Íslandsmeistari í motocrossi kvenna heldur sigraði hún allar keppnir í mótaröðinni með nokkrum yfirburðum. Gyða er 16 ára gömul og hefur hún æft stíft undanfarin ár og á framtíðina fyrir sér í íslensku motocrossi.
Tólf íþróttamenn voru tilnefndir í kjörinu um íþróttamann ársins þetta árið og hér að neðan má sjá alla þá sem tilnefndir voru. Einnig voru viðurkenningar veittar til þeirra sem unnið hafa bikar- eða Íslandsmeistaratitil á árinu og/eða hafa keppt með landsliði Íslands í sinni grein.
Myndir
Davíð, Halldór, Magnús og Jón.
íslandsmeistarar í drengjaflokki í körfuknattleik.
Sólveig, Fannar og Eva Lind (mamma)
Viðurkenningar fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum
Jóhanna
Viðurkenning. Sterkasta kona Íslands
Halldór og Sigrún (pabbi)
Viðurkenning fyrir þátttöku í yngri landsliðum í körfuknattleik.
Tilnefndir sem íþróttamaður SÖ.
Þorkell Þráinsson fyrir knattspyrnu
.jpg)
Monika Sjöfn Pálsdóttir fyrir hestaíþróttir
.jpg)
Atli Freyr Maríönnuson fyrir hestaíþróttir
.jpg)
Grétar Ingi Erlendsson fyrir körfuknattleik
.jpg)
Styrmir Dan Steinunnarson fyrir frjálsaríþróttir
.jpg)
Berglind Dan Róbertsdóttir fyrir badminton
.jpg)
Gyða Dögg Heiðarsdóttir fyrir akstursíþróttir
.jpg)
Eva Lind Elíasdóttir (mamma) fyrir knattspyrnu og frjálsaríþróttir
.jpg)
Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir (mamma) fyrir fimleika
.jpg)
Guðmundur Karl Guðmundsson fyrir knattspyrnu
Ingvar Jónsson fyrir golf (engin mynd)
Arna Björg Auðunsdóttir fyrir fimleika (engin mynd)
Gyða Dögg íþróttamaður ársins 2015
.jpg)
Við óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningu og tilnefningar innilega til hamingju með frábæran árangur á síðasta ári.
Allar myndirnar eru frá Hafnarfréttum.