Gyða Dögg íþróttamaður Ölfuss 2015

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(16)
Ithrottamadur-Olfuss-2015-(16)
Íþróttamaður ársins 2015

Akstursíþróttamaðurinn Gyða Dögg Heiðarsdóttir var valin íþróttmaður Ölfuss árið 2015

Akstursíþróttamaðurinn Gyða Dögg Heiðarsdóttir var valin íþróttamaður Ölfuss árið 2015 við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Ölfuss fyrr í dag en þetta var í 17. sinn sem valið fer fram.

Gyða var fyrir nokkru valin mótorhjóla- og snjósleðakona Íslands árið 2015 af MSÍ og hlaut viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir frábæran árangur á árinu. Stóð hún sig frábærlega á síðasta ári í sinni íþrótt. Ekki nóg með að hún varð Íslandsmeistari í motocrossi kvenna heldur sigraði hún allar keppnir í mótaröðinni með nokkrum yfirburðum. Gyða er 16 ára gömul og hefur hún æft stíft undanfarin ár og á framtíðina fyrir sér í íslensku motocrossi.

Tólf íþróttamenn voru tilnefndir í kjörinu um íþróttamann ársins þetta árið og hér að neðan má sjá alla þá sem tilnefndir voru. Einnig voru viðurkenningar veittar til þeirra sem unnið hafa bikar- eða Íslandsmeistaratitil á árinu og/eða hafa keppt með landsliði Íslands í sinni grein.

Myndir

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(1) 

Davíð, Halldór, Magnús og Jón.

íslandsmeistarar í drengjaflokki í körfuknattleik.

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(2) 

Sólveig, Fannar og Eva Lind (mamma)

Viðurkenningar fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(3) 

Jóhanna

Viðurkenning. Sterkasta kona Íslands

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(4) 

Halldór og Sigrún (pabbi)

Viðurkenning fyrir þátttöku í yngri landsliðum í körfuknattleik.

 

Tilnefndir sem íþróttamaður SÖ.

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(5) 

Þorkell Þráinsson fyrir knattspyrnu

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(6)

Monika Sjöfn Pálsdóttir fyrir hestaíþróttir

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(7)

Atli Freyr Maríönnuson fyrir hestaíþróttir

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(8)

Grétar Ingi Erlendsson fyrir körfuknattleik

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(9)

Styrmir Dan Steinunnarson fyrir frjálsaríþróttir

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(10)

Berglind Dan Róbertsdóttir fyrir badminton

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(11)

Gyða Dögg Heiðarsdóttir fyrir akstursíþróttir

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(12)

Eva Lind Elíasdóttir (mamma) fyrir knattspyrnu og frjálsaríþróttir

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(13)

Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir (mamma) fyrir fimleika

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(14)

Guðmundur Karl Guðmundsson fyrir knattspyrnu

Ingvar Jónsson fyrir golf (engin mynd)

Arna Björg Auðunsdóttir fyrir fimleika  (engin mynd)

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(15) 

Gyða Dögg íþróttamaður ársins 2015

Ithrottamadur-Olfuss-2015-(16)

Við óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningu og tilnefningar innilega til hamingju með frábæran árangur á síðasta ári.

Allar myndirnar eru frá Hafnarfréttum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?