Þá er vinna hafin við fyrsta áfanga hafnarframkvæmda í Þorlákshöfn. Þessi fyrsti áfangi felst í dýpkun hafnarinnar, bæði vegna löngu tímabærrar viðhaldsdýpkunar en líka stofndýpkun.
Þá er vinna hafin við fyrsta áfanga hafnarframkvæmda í Þorlákshöfn. Þessi fyrsti áfangi felst í dýpkun hafnarinnar, bæði vegna löngu tímabærrar viðhaldsdýpkunar en líka stofndýpkun.
Um helgina fór dráttarbátur Sveitarfélagsins Ölfuss til Akraness þar sem hann sótti dráttarbát sem sér um framkvæmdina og var hann kominn til Þorlákshafnar á laugardagsmorgun. Vinna við dýpkun hófst síðan á mánudagsmorgun og er reiknað með að verkinu ljúki í nóvember. Í þessum fyrsta áfanga verður allt laust efni fjarlægt og er reiknað með að fjarlægja um 80.000 rúmmetra af efni. Með því næst meira dýpi en nokkurn tíma hefur verið í höfninni eða dýpi að lágmarki 8 metrar. Aukið dýpi eykur nýtingamöguleika hafnarinnar og gerir hana mun öruggari.
Í næsta áfanga sem unninn verður á næsta ári, verður það sem eftir ef af Norðurvarargarði sprengt og efnið fjarlægt.
Gaman er að geta þess að skipstjóri dýpkunarprammans er Þorlákshafnarbúinn Sveinn Jónsson, sem sést einmitt á einni myndanna sem teknar voru á mánudeginum af Hirti Jónssyni, hafnarstjóra.