Afmælishátíð Þorlákshafnar var sett á ráðhústorginu í gær
Afmælishátíð Þorlákshafnar var sett á ráðhústorginu í gær
Setning afmælishátíðar Þorlákshafnar fór fram í sólinni í gærkvöldi. Íbúar og gestir fjölmenntu á ráðhústorgi þar sem Svanur Kristjánsson, fyrsti sveitarstjóri Ölfuss í Þorlákshöfn flutti ávarp. Magnþóra Kristjánsdóttir, formaður menningarnefndar afhenti Halldóri Sigurðssyni menningarverðlaun Ölfuss, Hafnardagalagið 2011, sem Rúnar Gunnarsson samdi, var flutt. Bæjarstjóri setti hátíðina og í kjölfarið var boðið upp á afmælistertu. Setningin var hátíðleg og vel heppnuð í alla staði. Kvöldinu lauk með músíkmaraþoni þar sem ýmsir komu fram og fluttu tónlist.´
Hátíðin er því formega hafin og margt framundan. Þegar þetta er skrifað stendur yfir dýrasýning og firmakeppni í og við reiðhöllina, ýmsar sýningar verða opnaðar í dag og sérstaklega er vakin athygli á nýrri sögusýningu á bókasafninu og lista- og handverksmarkaði í Unubakka 3a.
Róbert Ingimundarson og Guðný Guðmundsdóttir, íbúar að Gissurarbraut 1, bjóða gestum og gangandi í súpu kl. 18:05 í kvöld. Veitt er meðan súpa er í pottinum. En fyrst er körfuboltamót klukkan 16 við ráðhúsið.