Um allan bæ í Þorlákshöfn er verið að skemmta sér saman á Hafnardögum
Um allan bæ í Þorlákshöfn er verið að skemmta sér saman á Hafnardögum. Heilmikil dagskrá er í dag við bryggju, grunnskóla og opin sýning á bókasafninu. Hægt er að skoða dagskrána á vefsíðunni http://www.hafnardagar.is/
Í gærkvöldi var sérlega vel heppnuð dagskrá í íþróttahúsinu og eiga starfsmenn í íþróttahúsi hrós skilið fyrir að bregðast svo vel við þegar færa þurfti hátíðahöldin inn. Íbúar og gestir skemmtu sér vel, bæði ungir og gamlir.
Í kvöld verður skrúðganga frá grunnskóla klukkan 20:30. Farið verður um öll hverfi og endað í skrúðgarði. Þar verður boðið upp á nokkur skemmtiatriði og síðan leiðir Kalli Hallgríms söngskemmtun þar sem allir geta raulað með.
Myndir tekar í dag er hægt að skoða á fésbókarsíðu hátíðarinnar: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.532845636780366.1073741830.495049250560005&type=3&uploaded=13