Það var hátíðarbragur yfir bænum í gær þegar haldið var upp á þjóðhátíðardaginn. Það var fimleikadeild Þórs sem skipulagði viðburði yfir daginn og var dagskráin fjölbreytt og hátíðleg. Lúðrasveit Þorlákshafnar fór fyrir skrúðgöngu um bæinn og í kjölfarið tók við hátíðardagskrá í íþróttahúsinu.
Það var hátíðarbragur yfir bænum í gær þegar haldið var upp á þjóðhátíðardaginn. Fimleikadeild Þórs sá um skipulag viðburða yfir daginn og var dagskráin fjölbreytt og hátíðleg. Lúðrasveit Þorlákshafnar fór fyrir skrúðgöngu um bæinn og í kjölfarið tók við hátíðardagskrá í íþróttahúsinu.
Rafn Heiðar Ingólfsson var kynnir, Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar flutti ávarp þar sem hann greindi frá ýmsu sem áunnist hefur í sveitarfélaginu. Aðalsteinn Jóhannsson hélt skemmtilega hátíðarræðu þar sem hann rifjaði upp fyrstu kynni sín af Þorlákshöfn og lofaði hið mikla félagsstarf í sveitarfélaginu. Fjallkonan, Rebekka Ómarsdóttir flutti ljóð eftir skáldkonuna Huldu, Gói skemmti krökkunum og í lokin söng Berglind María frá Hveragerði nokkur lög og danshópurinn Ground Zero sýndi skemmtilegan dans.
Dagskrá dagsins lauk seinnipartinn með fimleikafjöri þar sem stórir sem smáir fengu að spreyta sig á dýnum, trampolíni og fleiru í klukkutíma.
Óhætt er að fullyrða að mjög vel hafi tekist að búa til skemmtilega dagskrá.
Meðfylgjandi myndir tók menningarfulltrúi.
bhg