Hátíðardagskrá í Garðyrkjuskóla Lbhí

Garðyrkjuskólinn verður opinn fyrir gesti og gangandi á 80 ára starfsafmæli skólans. Fullt af skemmtilegum viðburðum og ferskt grænmeti til sölu!

Það er nemendum og starfsfólki Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi, sönn ánægja að bjóða þér/ykkur í opið hús á sumardaginn fyrsta.

Skólinn er opinn frá kl. 10 til 17.  Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu. Verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsinu og við inngang skólans. Kaffiveitingar og markaðstorg með m.a. glænýja uppskeru af hnúðkáli, grænkáli og gulrótum. Ýmiss konar afþreying er í boði fyrir börnin, s.s. ratleikur, andlitsmálun, sá salatfræjum og taka með heim ofl. ofl. Ketilkaffi hitað úti yfir eldi og krökkum boðið að grilla sykurpúða. Hátíðardagskrá verður kl. 13:30 – 14:45 (sjá neðar) þar sem afhent verða Garðyrkjuverðlaun LbhÍ,  Umhverfisverðlaun Hveragerðis og Umhverfisverðlaun Ölfuss.

Hátíðardagskrá í Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi 25. apríl 2019 kl. 13:30—14:45

Fundarstjóri:  Björgvin Örn Eggertsson

13:30 – 13:35              Ávarp fundarstjóra

13:35 – 13:40              Setning  - Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ

13:40 – 14:00              Garðyrkjuverðlaun LbhÍ 2019 -

                                    Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson

14:00 – 14:10             Umhverfisverðlaun Hveragerðis -

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir

14:10 – 14:20              Umhverfisverðlaun Ölfuss –

                                    Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir

14:20 - 14:30              Landvernd afhendir Grænfána til Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum – Katrín Magnúsdóttir verkefnastjóri Skóla á grænni grein

14:30 – 14:35             Ávarp – Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda

14:35 – 14:45             Slit – Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?