Hátíðleg upplestrarkeppni

Jónas Sigurðsson ávarpaði keppendur og gesti
Jónas Sigurðsson ávarpaði keppendur og gesti

Í gær tóku 15 ungmenni úr fimm skólum af Suðurlandi þátt í lokakeppni Stóru Upplestrarkeppninnar í Þorlákshöfn

Í gær tóku 15 ungmenni úr fimm skólum af Suðurlandi þátt í lokakeppni Stóru Upplestrarkeppninnar í Þorlákshöfn.  Keppnin var haldin í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss.  Skólarnir sem þátt tóku í þessari lokakeppni voru auk Grunnskólans í Þorlákshöfn, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólinn í Hveragerði, Sunnulækjaskóli og Vallaskóli.  Tveir síðastnefndu skólarnir eru á Selfossi.  Fjórir dómara gengdu því lítt öfundsverða hlutverki að velja sigurvegara keppninnar, þar sem allir krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og var gaman að hlusta á upplestur úr skáldsögunni Ertu Guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson og mismunandi túlkun ungmennanna á ljóðum eftir Erlu.

Boðið var upp á tvö tónlistaratariði, en það voru þær Arna Dögg Sturludóttir og Bergrún Gestsdóttir sem fluttu sitthvort atriðið. Þá hélt Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður skemmtilegt erindi þar sem hann talað m.a. um það hversu mikilvægt væri að leggja rækt við tungumálið, þekkja það vel en líka að prufa að gera eitthvað nýtt, vera skapandi.

Þátttakendur úr Þorlákshöfn voru þau Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Eva Þórey Jónsdóttir og Jakob Unnar Sigurðsson og stóðu þau sig öll afskaplega vel. Athygli vakti að þau Sölvi og Eva Þórey fluttu bæði frumsamin ljóð og hafa þau gefið leyfi sitt fyrir birtingu ljóðanna í næsta blaði Bæjarlífs.

Það var Hvergerðingurinn Baldvin Alan Thorarensen, sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir tjáningaríkan og glæsilegan upplestur. Önnur og þriðju verðlaun fóru til Guðjóns Leó Tyrfingssonar úr Sunnulækjaskóla og Heklu Rún Harðardóttur úr Vallaskóla.

Fleiri myndir er hægt að skoða á fésbókarsíðunni "menningar og viðbuðir í Ölfusi" um slóðina:

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10152326016153749.1073741848.136961043748&type=3&uploaded=10

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?