Heilsudagar 17. - 24. maí 2010

Heilsudagar

17. – 24. maí 2010

 

Nú hugum við að bættri heilsu með aukinni hreyfingu

 

Sundlaugin og Ræktin eru opin frá kl. 07:00 til 21:00 virka daga og kl. 10:00 – 17:00 um helgar.

 

Mánudagur 17. maí kl .19:00

Ferðamálafélag Ölfuss verður með gönguferð á Bjarnarfell.  Mjög gott útsýni er af Bjarnarfelli yfir Ölfus og Grafning.  Lagt af stað frá bakaríinu kl. 19:00.  Fararstjóri Björg Halldórsdóttir.

 

Þriðjudagur 18. maí kl. 17:30

Sesselja Traustadóttir heldur fyrirlestur  í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar um samgönguhjólreiðar og viðhorf okkar til þeirra.  Eftir fyrirlesturinn mun Dr. Bæk ástandsvotta, pumpa og smyrja hjólin.

 

Miðvikudagur 19. maí kl. 17:30

Íris Judith Svavarsdóttir Lýðheilsufræðingur fjallar um heilsu fólks óháð holdafari.  Mjög áhugavert erindi þar sem ekki er verið að einblína á vigtina heldur heislu fólks.  Staðsetning, fundarsalur íþróttamiðstöðvarinnar.

 

Fimmtudagur 20. maí kl. 16:00 – 19:00

Sportfatamarkaður í anddyri Íþróttamiðstöðvar.

 

Laugardagur 22. maí kl. 13:00

Leikjaland fyrir yngri kynslóðina í Íþróttahúsinu.

Körfuknattleiksþrautir og leikir.  Hraðmót 3 á 3 á útivelli (ef veður leyfir).  Kaffisala, heilsudrykkur, ávextir l.fl.  Bodypump tími í Ræktinni kl. 11:30, kennari er Anna Dóra.  Allir velkomnir.

 

Mánudagur 24. maí

Golfklúbbur Þorlákshafnar býður til golfveislu.

Frí golfkennsla fyrir byrjendur frá kl. 11:00 – 12:30.

Frí golfkennsla fyrir lengra komna frá kl. 13:30 – 15:00.  Boðið verður uppá grillaðar pylsur.  Ástráður Þorgils Sigurðsson og Ingvar Jónsson sjá um námskeiðin.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?