SÍBS Líf og heilsa er forvarnarverkefni fyrir lífsstíl og heilbrigði þar sem SÍBS og Hjartaheill heimsækja hvert bæjarfélag og bjóða ókeypis heilsufarsmælingu og þátttöku um lífsstíl og heilsufar. Slík heilsufarsmæling verður í boði í Þorlákshöfn, 26. janúar frá 09:00 - 16:00.
Mældur er blóðsykur, blóðfita, blóðþrýstingur og súrefnismettun auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.
Styrktaraðilar auk SÍBS og aðildarfélaga þess eru Embætti landlæknis, velferðaráðuneytið og Máttastólpar SÍBS. Heilsufarsmæling í Þorlákshöfn er gerð í samvinnu við HSU.
Slóð á facebooksíðu viðburðar.
Við hvetjum alla til að mæta og nýta sér þetta frábæra tækifæri til að kanna heilsufar sitt.