Í 17. viku ársins er lögð áhersla á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á almenningsbókasöfnum landsins. Bæjarbókasafn Ölfuss tekur að sjálfsögðu þátt og verða tveir viðburðir í þeirri viku. Seinnipart þriðjudagsins 22. apríl verður nytjamarkaður í Versölum þar sem fólk getur komið með föt og annað sem það er hætt að nota. Það er kjörið tækifæri að taka vorhreingerningu og losa sig við það sem tekur óþarfa pláss. Að þessu sinni verður ekki boðið upp á borð fyrir annan varning en þann sem tengist endurnýtingu, þetta er ekki lista- eða sölumarkaður fyrir nýjar vörur.
Föstudaginn 25. apríl verðum við með reiðhjólaviðgerðir fyrir utan bókasafnið ef veður leyfir, þar geta öll komið með reiðhjólin sín, fengið aðstoð þeirra reynslumeiri og jafnfram lært hvernig á að viðhalda hjólum svo þau séu örugg.
Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í markaði geta sent tölvupóst á arny@olfus.is til og með 15. apríl.