Íbúafundur
Um mótun umhverfisstefnu Ölfuss og veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegasta býlið og fyrirtækið í Ölfusi.
Íbúafundur í Versölum
um mótun umhverfisstefnu Ölfuss og veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegasta býlið og fyrirtækið í Ölfusi.
Þriðjudag 25.september kl.19.30
Óskað er eftir þátttöku íbúa við mótun umhverfisstefnu sveitarfélagins. Gestafyrirlesari verður Ragnar Frank Kristjánsson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Dagskrá fundarins:
· Afhending viðurkenningar fyrir snyrtilegasta býlið og snyrtilegasta fyrirækið.
· Erindi um umhverfisstefnu.
· Boðið verður upp á súpu og brauð
· Umræður um umhverfisstefnu
Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun umhverfisstefnu.
Nefnd um umhverfisstefnu Ölfuss