Íbúafundur Sorpstöðvar Suðurlands í Ölfusi

Fimmtudagur 23.ágúst kl. 20:00 í Ráðhúsi Ölfuss.

Sorpstöð Suðurlands boðar til fundar með íbúum í Ölfusi til kynningar á forsendum fyrir staðarvali og uppbyggingu á mögulegum urðunarstað á Nessandi í Ölfusi sem hluta af samstarfi sorpsamlaga á Suðvesturlandi. 

Dagskrá fundar

  1. Úrgangsmál á Suðurlandi, staðan og framtíðar horfur
  2. Samstarf sorpsamlaga á Suðvesturlandi
  3. Staðarval og undirbúningur vegna mögulegs urðunarstaðar á Nessandi í Ölfusi
  4. Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri: Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss

Boðið er upp á kaffiveitingar

Allir velkomnir

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?