Síðastliðinn mánudag, 22. maí var haldinn íbúafundur þar sem kynntar voru breytingar á skipulagi í sveitarfélaginu.
Fundurinn var vel sóttur og góðar umræður mynduðust.
Fundarstjóri var Anna Björg Níelsdóttir, formaður skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar.
Þessi mál voru til kynningar:
- Samþykkt hefur verið að bæta við byggingum fyrir 60 ára og eldri, hliðstætt því sem er við Mána- og Sunnubraut.
- Skipulag fyrir móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka.
- Kynning frá Gámaþjónustunni á þriðju tunnunni, plast og lífræn flokkun.
- Rammaskipulag norðan Selvogsbrautar fyrir íbúðasvæði, verslun, þjónustu og iðnað.
- Skipulag fyrir íbúðabyggð norðan við Norðurbyggð og Básahraun.
- Kynning á óverulegri breytingu á skipulagi í Búðahverfi. Heimilt verður að fjölga íbúðum á lóðum par- og raðhúsa.
- Sambyggð Tvær fjölbýlishúsalóðir, nr. 14 og 14b. Hvor getur verið tveggja hæða og með allt að 10 íbúðir í hvorri.
- Breytingartillaga á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið.
Kynninguna er hægt að sjá hér