Íbúafundur um skólastefnu Sveitarfélagsins Ölfuss

Merki Sveitarfélagsins Ölfuss
Merki Sveitarfélagsins Ölfuss

Frá ungmennaráði Sveitarfélagsins Ölfuss.

Íbúafundur um skólastefnu Sveitarfélagsins Ölfuss.

 

Nú er unnið að endurskoðun á skólastefnu Sveitarfélagsins Ölfuss. Mánudaginn 6. mars, kl. 18:00 verður efnt til íbúafundar í Versölum þar sem rætt verður um stöðu skóla- og frístundamála í sveitarfélaginu.

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Ölfuss hvetur ungt fólk til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um skólastefnuna. Nauðsynlegt er að ungt fólk mæti þannig að raddir þeirra og sjónarmið heyrist í endurskoðaðri skólastefnu.

Hægt er að skrá sig hjá skólaritara á skolinn@olfus.is eða hringja í síma 4803850.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?