Fimmtudaginn 21. nóv. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um mögulega mölunarverksmiðju í Keflavík, vestan Þorlákshafnar í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss.
Eftirfarandi erindi verða haldin:
Er ryk- hávaða eða titringsmengun?
Ragnheiður Björnsdóttir, verkfræðingur Eflu
Áhrif á vegakerfið, aukinn umferðarþungi
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi
Umhverfisáhrif af sjávarnámu
Þorleifur Eiríksson, Rorum
Áhættumat hafna - niðurstaða Det Norske Veritas
Sigurður Áss Grétarsson, hafnarverkfræðingur
Fundarstjóri verður Ólína Þorleifsdóttir
Bent er á að hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um efnislegar forsendur erinda og önnur gögn hér: https://www.olfus.is/is/frettir/uttekt-cowi-eflu-og-det-norske-veritas-a-rykmengun-havadamengun-titringsmengun-og-ahaettumati-hafnar