Þéttbýlisuppdráttur aðalskipulags Ölfuss
Skipulags- og byggingasvið Ölfuss boðar til íbúafundar vegna skipulagsmála innan þéttbýlis Þorlákshafnar í Ölfusi. Fundurinn er opinn og ætlaður öllum þeim er vilja kynna sér eða ræða skipulagsáform sveitarfélagsins.
Fundurinn verður haldinn í Ráðhúskaffi að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, þriðjudaginn 22. október kl. 17.30-19.30.
Mál sem tekin verða fyrir
Skipulagsmál í vinnslu:
Heildarendurskoðunar aðalskipulags Ölfuss, markmiðasetning.
Áform um nýja íbúðabyggð austan Ölfusbrautar, rammaskipulag.
Stækkun Egilsbrautar 9 og fjölgun íbúða við Sunnubraut.
Nýtt deiliskipulag fyrir kirkjugarð Þorlákskirkju.
Endurskoðun og stækkun athafnarsvæðis við Unu- og Vesturbakka.
Staðarval fyrir nýtt flokkunar- og móttökusvæði.
Mál til kynningar:
Stækkun verslunarhúsnæðis og íbúðauppbygging að Selvogsbraut 41.
Íbúðauppbygging og aðalskipulagsbreyting að Reykjabraut 2.
Hugmyndir að framtíðaruppbyggingu íþróttasvæðis í Þorlákshöfn.
Stækkun byggðar til vesturs og lagning á nýjum rafstreng.
Eftir hvert mál verða spurningar og umræður.
Umsjónarmaður fundar er Kristinn Pálsson, verkefnastjóri skipulagsmála.
Nánari upplýsingar eða ábendingar: kristinn@olfus.is
Ath. dagskrámál verða ekki endilega flutt í þeirri röð sem hér er birt.
Skipulags- og byggingasvið Ölfuss.