Íbúar séu viðbúnir ofsaveðri

Vetur
Vetur

Veðurstofan varar við ofsaveðri á landinu öllu.  Hér á Suðurlandi er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 12 í dag en þá verður komið slæmt vetrarveður. Um þrjúleitið er reiknað með því að verði ofsaveður og síðar um daginn fávriðri.

Veðurstofan varar við ofsaveðri á landinu öllu.  Hér á Suðurlandi er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 12 í dag en þá verður komið slæmt vetrarveður. Um þrjúleitið er reiknað með því að verði ofsaveður og síðar um daginn fávriðri.

Mikilvægt er að festa alla lausamuni, bræða klaka yfir niðurföllum úti og hreinsa þakrennur því veðrinu fylgja hlýindi og jafnvel mikil rigning.

Aðfaranótt þriðjudags snýst síðan vindáttin og það getur skapað mikið öldurót í höfnum á Suðurlandi. Eigendur skipa og báta eru hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir.

Foreldrum er bent á að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum veðurstofu. Skóli og frístund eru opin en mikilvægt er að börn séu sótt eins snemma og hægt er og þau alls ekki látin fara ein heim.

Þá mun Landsbankinn loka öll útibú sín klukkan 13:00 í dag vegna veðurs og Kjarval ætlar að loka klukkan 14:00.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?