Laus er til úthlutunar íbúð fyrir aldraða að Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn.
Íbúðirnar á Egilsbraut 9 eru hugsaðar til að koma til móts við þarfir aldraðra íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi sem sökum félagslegra og heilsufarslegra aðstæðna þurfa aukinn stuðning til að búa sjálfstætt.
Íbúðunum er ætlað að vera hentugur búsetukostur þar sem einstaklingar geta haldið eigin heimili sem lengst við sem bestar aðstæður.
Forsenda þess að geta sótt um íbúð á Egilsbraut 9 er að umsækjandi uppfylli öll eftirfarandi skilyrði:
- Umsækjandi skal hafa náð 67 ára aldri.
- Umsækjandi skal hafa átt lögheimili í sveitarfélaginu í a.m.k. 2 ár.
- Umsækjandi sé í þörf fyrir aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili og að slíka þjónustu sé ekki hægt að veita í núverandi húsnæði umsækjanda.
Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er heimilt að veita undanþágu frá skilyrðunum við eftirfarandi aðstæður:
- Umsækjandi hefur búið í Ölfusi stóran hluta ævi sinnar en flutt tímabundið úr sveitarfélaginu vegna húsnæðisvanda eða vinnu.
- Umsækjandi er öryrki sem ekki hefur náð 67 ára aldri.
- Umsækjandi á ekki lögheimili í sveitarfélaginu en býr við lakar félags- og heilsufarslegar aðstæður.
Fullnægi umsækjandi skilyrðum raðast umsóknin í forgangsröð samkvæmt matsviðmiði þar sem m.a. er haft til hliðsjónar heilsufar, félagslegar aðstæður og húsnæðisstaða. Þjónustuþörf verður þannig faglega metin af félagsþjónustu sveitarfélagsins og ræður stig þjónustuþarfar mestu þegar að úthlutun kemur.
Úthlutun íbúða fer fram hjá bæjarráði Ölfuss á grundvelli tillagna og fyrirliggjandi mats félagsþjónustu sveitarfélagsins.
Íbúðin verður tilbúin til útleigu 1.júní 2022.
Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfuss eða á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 15.maí. n.k.
Athugið að allar eldri umsóknir óskast endurnýjaðar
Nánari upplýsingar veita Guðni Pétursson gudni@olfus.is og Eyrún Hafþórsdóttir félagsráðgjafi eyrun@olfus.is eða í síma 480-3800.