Icelandic Glacial vatnið sett á markað í Kína

 

China Water and Drinks, eitt af stærstu átöppunar-og dreifingarfyrirtækjum á drykkjum í Kína hefur ákveðið að setja Icelandic Glacial vatnið á markað í Kína.

Samkvæmt frétt um málið á vefsíðu Fiancial Post hefur þegar verið gengið frá samningum milli China Water and Drinks og Icelandic Glacial um dreifingu á íslenska vatninu í Kína. Fyrsti farmurinn af vatninu verður fluttur frá Íslandi til Shanghai í næsta mánuði.

China Water and Drinks, sem er dótturfélag Heckman Corpartion í Bandaríkjunum, hefur miklar vætningar um að Icelandic Glacial muni seljast vel í Kína. Þar í landi er sífelldur skortur á góðu drykkjarvatni.

John Cheng forstjóri China Water and Drinks segir að þeir séu stoltir af því að hafa náð samningum við Icelandic Glacial.

Athafnarmaðurinn Jón Ólafsson, eigandi Icelandic Glacial, segir að það hafi ætíð verið markmið fyrirtækisins að hasla sér völl um allan heiminn og sé Kínasamningurinn einn af áföngunum að því markmiði.

 

 (Heimild fengin af www.visir.is)

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?