Inga Jóna Bragadóttir hefur verið ráðin til starfa sem sérkennslustjóri á Hraunheimum og mun hefja störf í ágúst. Inga Jóna er menntuð þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands og býr yfir víðtækri reynslu af starfi með börnum með fjölbreyttar stuðningsþarfir, bæði á leik- og grunnskólastigi. Hún starfaði meðal annars sem deildarstjóri stoðþjónustu í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, auk þess sem hún gegndi starfi sérkennslustjóra í leikskólanum Fífusölum.
Það er lykilatriði fyrir velferð barna að þau fái jöfn tækifæri og stuðning eftir þörfum. Þekking, reynsla og framtíðarsýn Ingu Jónu í málefnum barna er mikilvægur hlekkur í því að tryggja að öll börn fái viðeigandi þjónustu.
Við bjóðum Ingu Jónu hjartanlega velkomna til starfa.